Drápskot (2008) **

Killshot (2008) **

 

KillshotPoster

Vandamálið með Killshot er ekki leikararnir, heldur handritið og innihaldslítil saga um algjörlega flatar persónur sem maður trúir ekki eitt einasta augnablik að séu til. Maður kynnist aðeins einni persónu í myndinni, og er það fyrst og fremst vegna þess að leikarinn stendur sig með afbrigðum vel, en það er Joseph Gordon-Levitt í hlutverki aumingjans samviskulausa Richard Nix. Hann er núll og nix og leikur hann þannig.

killshot2

Mickey Rourke er leigumorðingi mafíunnar og þar sem hann er blendingur, hálfur indíáni og hálfur kjáni, þá hefur hann indíánanafnið Svartfugl, sem Núll og Nix finnst frekar svalt. Svartfuglinn ákveður að elta uppi og drepa hjónin Carmen (Diane Lane) og Wayne Colson (Thomas Jane), en þau standa í skilnaði og hafa um margt annað að hugsa en einhvern leigumorðingja mafíunnar, en ástæða þess að hann ætlar að drepa þau er að Carmen sá andlit hans á meðan Nix gekk berserksgang á fasteignasölu, og að hann hafði nýlega framið morð í sömu borg. Upphrópunarmerki!

KillShot3

Leigumorðinginn óttast semsagt að Carmen geti bent á hann í vitnaleiðslu, þrátt fyrir að hún hefði engan áhuga á að blanda sér í slíkt rugl, og þar að auki er ekkert mál fyrir hann að setja á svið eigin dauða, sem hann reyndar gerir, en nei, ekki til að forðast lögguna eða mafíuna sem er á eftir honum, sem honum tekst að afgreiða á auðveldan hátt, nei – ekki til að fara heim og halla sér, heldur til að tæla þau Carmen og Wayne úr felum.

killshot01

Allir þessir leikarar geta leikið ágætlega, en Thomas Jane, Diane Lane og Mickey Rourke eru einfaldlega öll í vitlausri bíómynd. Diane Lane er svo furðu einhliða leikkona að ég skil ekki hvernig hún hefur getið sér nafn í kvikmyndaheiminum. Thomas Jane ætti frekar að eltast við hákarla sem synda afturábak, og Mickey Rourke mætti gefa meira af sjálfum sér, rétt eins og hann gerði þegar The Wrestler varð að klassískri kvikmynd fyrir um ári síðan.

Frekar slök mynd, sem má þó horfa á þegar manni er nákvæmlega sama um sögu, þema og karakter.

 

Directed byProduced byWritten byStarringCinematographyEditing byDistributed byRelease date(s)CountryLanguage
Killshot

Promotional film poster
John Madden
Lawrence Bender
Richard N. Gladstein
Hossein Amini
Diane Lane
Mickey Rourke
Thomas Jane
Joseph Gordon-Levitt
and Rosario Dawson
Caleb Deschanel
Mick Audsley
The Weinstein Company
Israel
November 13, 2008
United States limited
January 23, 2009
United States
English

 


Leikreglur (2008) ****

State of Play (2008) ****

Stateof Play er afar vel heppnaður blaðamannatryllir þar sem hinnþraulreyndi rannsóknarblaðamaður Cal McAffrey (Russell Crowe) leitarsannleikans ásamt ofurbloggaranum Della Frye (Rachel McAdams) í samvinnu eða samkeppni við ritstjóra Washington Globe, Cameron Lynne (Helen Mirren). Besti vinur Cal er þingmaðurinn Stephen Collins (Ben Affleck)sem er að berjast gegn spillingu sem felst í risavöxnum vopna- ogmálaliðaframleiðanda sem er að vaxa gífurlega vegna‘hryðjuverkastríðsins’. Jeff Daniels leikur einnig háttsettan þingmann sem virðist standa að baki vopnaframleiðendum, og Jason Bateman leikur upplýsingafulltrúa þeirra sem lendir í klónum á Cal og rannsóknarhópi hans.

Þegar nokkur morð eru framin sem virðast í upphafi ótengd, uppgötvarCal tengsl á milli þeirra sem tengjast vini hans þingmanninum. Hannáttar sig fljótt á að málaliði fer um og drepur óþægilega aðila semtengjast þessu stóra máli sem er fyrir þingnefnd, og grunar að samtökvopnaframleiðenda vilji veikja stöðu Collins sem farinn er að spyrjaafar óþægilegra spurninga. Watergate hótelið leikur lykilhlutverk ímyndinni, þannig að maður getur ekki annað en borið hana saman við Allthe President’s Men (1976) og getum í raun litið á þessa mynd semsjálfstætt framhald hennar, bara með allt öðrum persónum.

Áhugavert er að fylgjast með innra ströggli blaðsins sem annarsvegar þrífst á blogginu og nethlið fréttaheimsins, og hins vegarblaðsins sem prentmiðils. Þarna eru bloggari sem starfar á vegumblaðsins og gamall rannsóknarblaðamaður bornir saman og litið árannsóknarblaðamanninn sem mikilvægan reynslubolta, sem leitarsannleikans byggðan á staðreyndum, á meðan bloggarar skrifi fyrst ogfremst um skoðanir. Áhugaverður vinkill og gæti verið sannur efveruleikinn væri ekki sá á Íslandi að bloggarar virðast sem hópurduglegri að grafa upp sannleikann, og áreiðanlegri til verksins, engamalreyndir blaðamenn.

Frábær kvikmynd sem vekur upp pælingar hjá þeim sem hafa áhuga áalmennum þjóðfélagsmálum og hvernig fjölmiðlar og löggæsla tengjastþeim, eða gætu tengst þeim. Einnig er sögufléttan afar spennandi ogekki spillir fyrir að erfitt er að spá fyrir um hvað gerist næst, þarsem að leikstjóranum tekst að leika sér aðeins með væntingar áhorfenda,eins og góðir leikstjórar eiga að gera.

Leikur Russell Crowe er nokkuð sem má minnast á, en eins og alltafer hann óaðfinnanlegur í hlutverki sínu, gerir blaðamanninn trúverðuganmeð öllum sínum kostum og göllum. Þessi stórleikari mætti vinnaóskarinn nokkur ár í röð, en það verður varla raunin einfaldlega vegnaskapofsa og fullkomnunaráráttu leikarans, og því hversu ópólitískurhann er í Hollywood.


Óforskammanlegir hrottar (2009) ****

Inglorious Basterds (2009) ****

 

Inglorious Basterds er afar vel heppnuð stríðsmynd úr seinni heimstyrjöldinni sem fléttar saman tveimur áhugaverðum sögum.

Ein sagan segir fra Shosanna Dreyfus (Melanie Laurent) og hvernig hún sleppur naumlega undan SS gyðingaveiðaranum Hans Landa (Christoph Waltz) sem er ábyrgur fyrir dauða allra í fjölskyldu hennar og síðan hvernig hún ætlar að hefna sín og sinna.

Hin sagan segir frá hópi bandarískra gyðinga sem kalla sig Inglorious Basterds, en þeirra hlutverk í stríðinu er að leita uppi og drepa alla nasista sem þeir finna, og skera af þeim höfuðleðrið, foringja hópsins til heiðurs, en þessi foringi er Aldo Raine (Brad Pitt) og fær hann verkefni í hendurnar sem víxlar reitum með hefndaráætlun Dreyfus og hinum eitursnjalla Hans Landa.

Persónurnar eru hver annarri betri. Hans Landa er Sherlock Holmes nasistanna, reykir meira að segja eins pípu. Aldo Raine er einfaldlega amerískur redneck sem virðist komast lengra á dirfsku en hugmyndaauðgi.Shosanna er síðan eina persónan sem áhorfandinn getur bundist alvörutilfinningaböndum, en hún er afar vel leikin af Laurent, og maður vill að saga hennar ljúki vel.

Red Apple sígarettur spila stærra hlutverk í þessari kvikmynd Tarantino, en þessi gerð líkkistunagla er eitt af hans helstuvörumerkjum. Einnig er hann óhræddur við að spila tónlist sem passar engan veginn við árið 1944, og setur David Bowie á fóninn í eftirminnilegu atriði þar sem Shosanna málar á sig stríðsmálningu í rauðum kjól.

Eli Roth, leikstjóri Hostel myndanna, leikur ansi skemmtilega aukapersónu, sem fær svo sannarlega útrás fyrir blóðþorsta sínum,sérstaklega þegar kemur að því að berja lífið úr nasistum meðhafnarboltakylfum og vélbyssukjöftum. Ég efast um að Hitler og hansmenn hafi nokkurn tíma fengið aðra eins útreið í bíómynd.

Þetta er ein af þessum myndum sem maður gæti skrifað um í afar löngu máli, enda eru aukapersónurnar ekkert síðri en aðalpersónurnar. Má þá sérstaklega nefna þýska nasistahatarann Hugo Stiglitz,kvikmyndastjörnuna Bridget von Hammersmark, þýska hermanninn sem varnýorðinn pabbi, mjólkurbónda í upphafi myndarinnar, elskhugi Shosanna,þýsk kvikmyndastjarna og stjörnuhermaður, SS hermaður sem er sérfræðingur í mállýskum og að ógleymdum skrímslinu sjálfu, Adolf Hitler.

Úrvals kvikmynd sem verður hægt að horfa á oft, enda full af skemmtilegum og líflegum persónum. 


Grunsemdir (1941) ***1/2

Suspicion

Suspicion lítur út fyrir að vera drama eða rómantísk kómedía, en er í raun hrollvekja sem gerist í dagsbirtu án þess að margir geri sér grein fyrir að eitthvað hryllilegt sé á seyði. Myndin er meistaralega gerð, með endi sem þarf að staldra aðeins við og hugsa um. Hún hefði samt getað endað betur.

Lina (Joan Fountaine) er ung og vönduð kona sem kolfellur fyrir glaumgosanum Johnnie (Cary Grant). Hún telur hann vera auðugan, vandaðan um umhyggjusaman einstakling, þó að hún fái vísbendingar um að staðreyndin sé allt önnur. Hún blindast af ástinni og giftist honum án samþykkis foreldra sinna.

Suspicion02

Það fara hins vegar að renna á hana tvær grímur þegar í ljós kemur að Johnnie á engan pening, og virðist fyrst og fremst hafa treyst á arf Linu. Hann reynist hinn mesti lygari, svindlari og hugsanlega morðingi þegar nákomnir þeim fara að falla frá, en grunur Linu vex með degi hverjum þegar hún verður stöðugt vör við fleiri vísbendingar um að maðurinn hennar sé að komast upp með grafalvarlega glæpi, án þess að þurfa að horfast í augu við afleiðingarnar: svona eins og útrásarvíkingur.

Spennan snýst um það hvort eitthvað sé til í grunsemdum Linu, og þá hvernig Johnnie bregst við þeim. Þessi mynd á sérstaklega erendi til Íslendinga í dag, sem þurfa velta fyrir sér eigin grunsemdum gagnvart þeim sem komu þjóðinni á hausinn.

Ein af betri myndum Hitchcock.

Directed byProduced byWritten byStarringMusic byCinematographyEditing byDistributed byRelease date(s)Running timeLanguageBudget
Alfred Hitchcock
Uncredited:
Alfred Hitchcock
Harry Edington
Novel:
Anthony Berkeley
(as Francis Iles)
Screenplay:
Samson Raphaelson
Joan Harrison
Alma Reville
Joan Fontaine
Cary Grant
Cedric Hardwicke
Nigel Bruce
Dame May Whitty
Leo G. Carroll
Franz Waxman
Harry Stradling Sr.
William Hamilton
RKO Radio Pictures Inc.
November 14, 1941
99 min.
English
US$ 1,800,000


Óforskammanlegir hrottar (1978) ***1/2

inglorious-bastards Óforskammanlegir hrottar er ein af þessum perlum kvikmyndasögunnar sem ég vissi ekki að væri til og hefði ekki vitað af ef Quentin Tarantino hefði ekki nefnt sína nýju mynd eftir þessari gömlu ítölsku stríðsmynd. Þetta er ekki á nokkurn hátt djúp mynd, heldur fyrst og fremst ein af þessum myndum þar sem ætlast er til þess að áhorfandinn taki virkan þátt. Aðalhetjurnar eru skúrkar og morðingjar, útlagar úr bandaríska hernum, sem er reyndar ekkert miðað við andstæðinga þeirra: nasista í Frakklandi seinni heimstyrjaldarinnar. ib2 Persónurnar eru hver annarri skemmtilegri. Kvikmyndin fókusar á fimm bandaríska hermenn sem átti að flytja fyrir herrétt eða skjóta. Þeir ætla að flýja yfir landamærin, til Sviss, og slá þannig tvær flugur í einu höggi. Losna við eigin sekt og nasistana. Leiðtogi hópsins er flugmaðurinn Robert Yeager (Bo Svenson) sem hlustar frekar á eigin tilfinningar og réttlætiskennd en skipanir. Liðsmenn hans eru morðinginn Fred Canfield (Fred Williamson) sem gerir hópnum erfitt fyrir við að dulbúa sig sem þjóðverja, enda er hann dökkur á hörund. Aðrir liðsmenn eru rasistinn og vandræðagemlingurinn Tony (Peter Hooten), heigullinn Berle (Jackie Baseheart) og vasaþjófurinn úrræðagóði Nick (Michael Pergolani), sem í einu góðu atriði þarf að komast á mótorhjóli framhjá hópi nasista sem skjóta á eftir honum með vélbyssu. Ein kúla fer í tankinn sem hann bætir umsvifalaust með tyggjói. Ekki beint raunsætt, en skemmtilegt. ib6 Á leið sinni til Sviss drepa þeir óvart hóp samherja sinna og taka yfir verkefni þeirra, sem er að stela mikilvægu hernaðarleyndarmáli frá nasistum. Það er skemmtilegt hvernig þessir óforskömmuðu fantar taka að sér verkið og leysa það, gegn öllum líkum. Bráðskemmtileg mynd, sem má alls ekki taka alvarlega. Takirðu henni á hennar forsendum áttu góðar stundir framundan.

Semi-Pro (2008) ***

Semi-Pro er furðulega skemmtileg íþróttagamanmynd, þrátt fyrir sífellt slakari Will Ferrell í aðalhlutverki. Hann virðist lélegri með hverri mynd.

Jackie Moon (Will Ferrell) varð auðugur fyrir að koma laginu "Love Me Sexy" efst á vinsældarlista. Fyrir peninginn keypti hann sér körfuboltalið, þar sem hver einasti meðlimur tekur Jackie sér til fyrirmyndar að því leyti að þeir eru að tapa sér í sjálfsdýrkun og eigingirni. 

Þegar ákveðið er að sameina áhugamannadeild körfuboltans og NBA, sem þýðir að efstu fjögur lið áhugamannadeildarinnar kemst í NBA, ákveður Ferrell að ráða atvinnumanninn Monix (Woody Harrelson) til að koma lífi í liðið. Reyndar skipti hann á Monix og þvottavél, þannig að trú manna á Monix er ekki mikil. En Monix er ekki allur þar sem hann er séður, þó að hann sé frekar blautur og gamall fyrir íþróttina. Hann tekur þetta sem alvöru áskorun og ætlar að koma liðinu í NBA, þrátt fyrir lítinn skilning Jackie Moon á körfubolta, (en góðan á skemmtiatriðum). 

Þegar Monix tekur að sér þjálfun liðsins stórbatnar árangur þeirra strax. Þeir hvíla ekki lengur í botnsætinu, og eygja fjórða sætið. Hvort þeim takist að ná fjórða sætinu er svo alls ekki aðalatriðið. Það má hafa gaman af þessu, en ekki búast við miklu.

Kíktu á fulla gagnrýni hérna.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband