Svæði 9 (2009) ****

 

District9_Poster

District 9 er ein af þessum myndum sem bara poppa einhvern veginn upp og slá svo algjörlega í gegn. Neill Blomkamp hefur ekki leikstýrt neinum þekktum myndum, en komið að tæknibrellum í Smallville og ekkert gert sem gefur til kynna að hann geti leikstýrt stórmynd. Ekki fyrr en Peter Jackson tók hann upp á arma sína og framleiddi District 9, en upphaflega ætluðu þeir að gera Halo saman, mynd byggða á hinum vinsæla tölvuleik. Reyndar er District 9 lauslega byggð á þessum tölvuleik og meira að segja vísað í hana einu sinni þegar aðalandhetjan bendir á mynd af konu sinni og talar um að hún hafi geislabaug.

District9_01

Geimverur lentu næstum á jörðinni á áttunda áratugnum og geimskip þeirra svífur yfir Jóhannesarborg í Suður Afríku næstu 20 árin. Geimverurnar voru vannærðar og illa á sig komnar, og ljóst að geimskipið hafði einfaldlega stranda yfir borginni. Vegna þess hversu ljótar geimverurnar eru kalla menn þær Sveskjur. Sveskjunum er komið fyrir í flóttamannabúðum, en vegna offjölgunar er ákveðið að flytja búðirnar út úr borginni. Umsjónarmaður flutningsins er einfeldningurinn Wikus Van De Merwe (Sharlto Copley) en hann fer ásamt kvikmyndatökumönnum á svæðið á meðan hann vísar Sveskjunum út af heimilum sínum. Hann áttar sig engan veginn á alvarleika málsins.

District9_03

Svo gerist það í einum Sveskjukofa að hann finnur ílát með svörtum vökva sem sprautast í andlit hans, með alvarlegum afleiðingum. Þegar Wikus uppgötvar hvernig farið er með Sveskjurnar eins og skepnur, fer hann að finna til með þeim og veltur fyrir sér hvort að hann sé mögulega í vitlausu liði. Getur verið að í stríði á milli geimvera og mannvera séu geimverurnar góði gaurinn en mannveran hinn illi?

District9_04

Sagan stigmagnast úr einföldum fræðslumyndastíl yfir í stórfenglegar tæknibrellur sem eiga einungis heima í úrvals vísindatrylli, sem District 9 vissulega er, og kemst á blað með allra skemmtilegust vísindaskáldsögum á hvíta tjaldinu frá upphafi. Leikararnir standa sig allir sem einn með ágætum, geimverurnar eru trúverðugar og tæknibrellurnar með því besta sem sést hefur. Það er meira að segja hörkuspennandi bardagi á milli herdeildar manna og vélmennis, sem er margfalt betri en það sem maður sá í annars sæmilegri Terminator: Salvation fyrr í sumar.

District 9 er ein af þessum myndum sem þú verður að sjá í bíó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Takk fyrir þetta...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.9.2009 kl. 19:02

2 Smámynd: SeeingRed

Ætla á þessa, ekki spurning.

SeeingRed, 15.9.2009 kl. 19:07

3 identicon

Æ, æ er hvítimaðurinn vondur við dökku geimverunar?

LS.

LS (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 19:30

4 Smámynd: Ómar Ingi

Án efa ein besta kvikmynd ársins 2009 , Must see

og krakkar þessa verðiði að sjá i bíó.

Ómar Ingi, 15.9.2009 kl. 19:33

5 identicon

Þær eru reyndar kallaðar Prawns, ekki Prunes. Þannig að rétt þýðing er "rækjur". Rækjur (shrimps) eru kallaðar prawnes á mállýskusvæðinu Ástralía/Suður Afríka.

Geimverurnar likjast rækjum, þess vegna fá þær þetta viðurnefni.

Ég mæli með því að fólk sjái hana textaða í bíó eða á DVD, S-afríski hreimurinn er mun þykkari en ástralski hreimurinn og erfitt fyrir fólk með venjulega enskukunnáttu að skilja.

Ein besta mynd ársins!

Kristín V (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 08:52

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég gef henni ***1/2

Axel Þór Kolbeinsson, 16.9.2009 kl. 08:56

7 identicon

Það er alltaf gaman af að sjá góðar vísindaskáldsögur.

Reyndar trúi ég því að það séu bæði góðar & vondar geimverur sem hafi afskipti af jörðinni í raun og veru. (Sjá riddaralidid.blog.is) >tengilidir

En eru það alltaf þessar vondu, ljótu og sýktu sem ætla að hertaka heiminn?

Er alltaf alið á ótta?

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 09:20

8 Smámynd: Jonni

Fer að sjá hana í kvöld.

Annars lýsi ég eftir umsögn um "The international" Flott mynd, að öllu leyti. Minnir mig á íslensku bankamafíuna og spillinguna.

Ég hreifst af tónlistinni í myndinni sem er kemur frá sama manni og gerði tónlistina í The Perfume. Ég leyfði mér að stela tónlistinni úr myndinni í stuttmynd sem ég gerði hér um daginn. Kannski kannast bíóbloggið við umhverfið og þá helst í lokasenunum.

Jonni, 16.9.2009 kl. 12:04

9 Smámynd: Jonni

ó gleymdi;

http://www.youtube.com/watch?v=K4tWEgqYtwA

Jonni, 16.9.2009 kl. 12:05

10 Smámynd: Jonni

Var að koma úr bíói. Flott mynd. Fyndin en um leið með alvarleg undirþemu. Léttir að sjá loksins vísindaskáldsöguþriller sem snerist ekki um USA, forseta þeirra og svo hetju sem bjargar heiminum. Geimverunum var bjargað frá hinum illu jarðarbúum. Ekki öllum samt, nú er bara að bíða eftir númer 2, þegar björgunarleiðangur geimveranna kemur að ná í hina. Vel útfærður heimildamyndabragur gerði þessa mynd raunverulega.

****1/2

Jonni, 16.9.2009 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband