Úlfsmaðurinn (1941) ***

 

TheWolfManPoster

The Wolf Man er ein af upphaflegu skrímslamyndum Universal Pictures, en þetta er önnur varúlfamyndin sem gerð var. Sú fyrsta var Werewolf of London (1935). Sem skrímslamynd er The Wolf Man klassík þó að tíminn hafi leikið hana svolítið illa. Persónurnar eru heldur ekkert sérstaklega sterkar eða vel leiknar og ljóst að það hefur verið svolítið gaman hjá kvikmyndagerðarmönnunum á meðan tökur stóðu yfir. Þrátt fyrir allt er gaman að horfa á þessa mynd og horfa á Lon Chaney Jr. umbreytast í varúlf, sem samanstendur reyndar af frekar hallærislegu gervi þegar maður ber það saman við snilld eins og American Werewolf in London (1981).

Wolfman02

Lawrence Talbot (Lon Chaney Jr.) kemur heim til föður síns í Englandi eftir 18 ára fjarveru sem á að útskýra bandarískan hreim leikarans. Einnig er líkamsbygging hans og Claude Rains, sem leikur föður hans John, svo ólík að maður er strax sannfærður um að Larry hafi verið getinn í framhjáhaldi. Að öllu gamni slepptu byrjar sagan á því að John Talbot fær stjörnukíki sendan heim og sonur hans setur hann saman. Eftir vel heppnaða samsetningu fer Larry kallinn að kíkja á nágrannana, og kemur þá auga á gullfallega stúlku sem stendur í glugga yfir forngripabúð.

Gerist Larry nú frakkur mjög og heimtar stefnumót með stúlkunni og er algjörlega skítsama þó að hún sé trúlofuð, enda maðurinn sem hún ætlar að giftast aðeins starfsmaður hjá föður Larry. Þrátt fyrir höfnun, tekst Larry að fá Gwen Conliffe (Evelyn Ankers) með sér á hálfgert stefnumót, en vinkona þeirra fer með og heimsækja þau sígauna (Bela Lugosi) sem spáir fyrir um framtíð vinkonunnar, en áður en hann nær að spá stúlkunni sviplegum dauða breytist sígauninn í varúlf, eltir viðskiptavin sinn og étur hana. Larry kemur að þeim og berst hetjulega við varúlfinn, drepur hann, en er bitinn.

Wolfman03

Framhaldið þekkja allir sem hafa einhvern tíma séð varúlfamynd. Aðeins silfur getur drepið skrímslið sem birtist aðeins við fullt tungl.

Það er gaman að þessari mynd og vel virði þeirra 70 mínútna sem myndin tekur. Reyndar er hægt að sjá margfalt betri sjónvarpsþætti í dag sem fjallar um svipuð þemu, eins og Buffy the Vampire Slayer eða Supernatural, en þetta barn síns tíma hefur ákveðinn sjarma. Það verður gaman að sjá endurgerðina með þeim Benicio del Toro og Anthony Hopkins sem mun birtast í bíó 2010.

Directed byProduced byWritten byStarringCinematographyDistributed byRelease date(s)Running timeLanguageBudgetFollowed by
The Wolf Man
George Waggner
George Waggner
Curt Siodmak
Lon Chaney, Jr.
Claude Rains
Warren William
Ralph Bellamy
Patric Knowles
Bela Lugosi
Maria Ouspenskaya
Evelyn Ankers
Joseph Valentine, ASC
Universal Pictures
December 12, 1941
70 min
English
$180,000 (estimated)
Frankenstein Meets the Wolf Man

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Þeir ná ekki að toppa þessa með endurgerðinni sem lítur vægast sagt illa út.

Ómar Ingi, 1.9.2009 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband