Leikreglur (2008) ****

State of Play (2008) ****

Stateof Play er afar vel heppnaður blaðamannatryllir þar sem hinnþraulreyndi rannsóknarblaðamaður Cal McAffrey (Russell Crowe) leitarsannleikans ásamt ofurbloggaranum Della Frye (Rachel McAdams) í samvinnu eða samkeppni við ritstjóra Washington Globe, Cameron Lynne (Helen Mirren). Besti vinur Cal er þingmaðurinn Stephen Collins (Ben Affleck)sem er að berjast gegn spillingu sem felst í risavöxnum vopna- ogmálaliðaframleiðanda sem er að vaxa gífurlega vegna‘hryðjuverkastríðsins’. Jeff Daniels leikur einnig háttsettan þingmann sem virðist standa að baki vopnaframleiðendum, og Jason Bateman leikur upplýsingafulltrúa þeirra sem lendir í klónum á Cal og rannsóknarhópi hans.

Þegar nokkur morð eru framin sem virðast í upphafi ótengd, uppgötvarCal tengsl á milli þeirra sem tengjast vini hans þingmanninum. Hannáttar sig fljótt á að málaliði fer um og drepur óþægilega aðila semtengjast þessu stóra máli sem er fyrir þingnefnd, og grunar að samtökvopnaframleiðenda vilji veikja stöðu Collins sem farinn er að spyrjaafar óþægilegra spurninga. Watergate hótelið leikur lykilhlutverk ímyndinni, þannig að maður getur ekki annað en borið hana saman við Allthe President’s Men (1976) og getum í raun litið á þessa mynd semsjálfstætt framhald hennar, bara með allt öðrum persónum.

Áhugavert er að fylgjast með innra ströggli blaðsins sem annarsvegar þrífst á blogginu og nethlið fréttaheimsins, og hins vegarblaðsins sem prentmiðils. Þarna eru bloggari sem starfar á vegumblaðsins og gamall rannsóknarblaðamaður bornir saman og litið árannsóknarblaðamanninn sem mikilvægan reynslubolta, sem leitarsannleikans byggðan á staðreyndum, á meðan bloggarar skrifi fyrst ogfremst um skoðanir. Áhugaverður vinkill og gæti verið sannur efveruleikinn væri ekki sá á Íslandi að bloggarar virðast sem hópurduglegri að grafa upp sannleikann, og áreiðanlegri til verksins, engamalreyndir blaðamenn.

Frábær kvikmynd sem vekur upp pælingar hjá þeim sem hafa áhuga áalmennum þjóðfélagsmálum og hvernig fjölmiðlar og löggæsla tengjastþeim, eða gætu tengst þeim. Einnig er sögufléttan afar spennandi ogekki spillir fyrir að erfitt er að spá fyrir um hvað gerist næst, þarsem að leikstjóranum tekst að leika sér aðeins með væntingar áhorfenda,eins og góðir leikstjórar eiga að gera.

Leikur Russell Crowe er nokkuð sem má minnast á, en eins og alltafer hann óaðfinnanlegur í hlutverki sínu, gerir blaðamanninn trúverðuganmeð öllum sínum kostum og göllum. Þessi stórleikari mætti vinnaóskarinn nokkur ár í röð, en það verður varla raunin einfaldlega vegnaskapofsa og fullkomnunaráráttu leikarans, og því hversu ópólitískurhann er í Hollywood.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Já virkilega þétt ræma þetta.

Ómar Ingi, 29.8.2009 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband